fimmtudagur, janúar 01, 2004

Ég var bara nokkuð hress þegar ég vaknaði á fyrsta degi nýs árs... svo fór ég að reyna að rifja upp undangengið kvöld...

Gamlárskvöld í Turku var nú bara fínt, okkur var boðið í partí hjá Kamillu og Guðna og vinum þeirra, fullt hús af yksi kaksi Finnum og fjórir Íslendingar. Nýja árið gekk í garð kl tíu að íslenskum tíma og við sungum Nú árið er liðið; samviskusamlega búin að læra textann. Flugeldaframmistaðan var nú ósköp amatöraleg, séð með Íslendingsaugum - en þó allavega betri en á áramótum í London.

Við skemmtum okkur þarna fram eftir kveldi og fórum síðan beint heim, búnar að missa af skemmtistöðunum sem lokuðu kl fjögur. Við vorum ekki svo mjög syfjaðar þegar við komum heim á Ahvanenmankatu, spjölluðum eitthvað og... af einhverjum ástæðum fann ég hjá mér þörf til að setjast við tölvuna og skrifa email til fólks sem mér hafði orðið hugsað til til lengri eða skemmri tíma en hafði ekki heyrt í lengi.
- Og þetta var það sem ég hef svo eytt deginum í að reyna að rifja upp. Þetta voru nú ekki mörg bréf... en hvað akkúrat stóð í þeim og hvert þau fóru... er sumpart á huldu. Kannski kemur þetta í ljós næstu daga, spennandi að vita.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home