Mætti á skrifstofuna á Hafsúlunni í gærmorgun kl. átta og var þar um daginn, fékk svo að leggja mig í augnablik áður en ég var gerð út að guida sérferð með landsvirkjunarráðstefnu um kvöldið. Ég var laus rétt fyrir tíu um kvöldið og um klukkutíma seinna var ég mætt út á BSÍ til að fara út á flugvöll í transfer fyrir Fjallaleiðsögumenn að sækja fólk í kvöldflug. Kom með hópinn í bæinn og á hótelið og komst loks í rúmið um tvö-leytið. Langir dagar...
Eins og planið er núna verða frídagar sumarsins líklega um þrettán, frá 7.júní og fram í september. Þar af eru þrír dagar frá 17.-19. júní og sex dagar frá 27. júní til 3.júlí. Svo verður munstrið nokkurn veginn tólf daga ferð - einn dagur frí.
Choose a life!
Það sem heldur mér gangandi?
Enn og aftur: www.airtreks.com
Hlakka reyndar óendanlega mikið til að byrja í vinnunni minni, þ.e. löngu ferðunum. Skrifstofuvistin er að gera út af við mig.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home