Jahérnahér.
Við stöndum frammi fyrir mikilli ráðgátu hérna á Kárastígnum. Í morgun þegar við vöknuðum voru fimm grænir ópalpakkar í gluggakistunni í stofunni, væntanlega gjöf frá Stekkjastauri sem kom til byggða í nótt. Nú er svo að engin okkar hefur trúað á jólasveininn síðustu 10-15 árin þannig að við hljótum að búast við því að einhver okkar hafi sinnt jólasveinaskyldunum í nótt. Einu vandræðin eru að enginn kannast við að hafa sett þá þarna. Hér er skýrslan sem ég hef tekið af fólkinu um gjörðir þess og fjarvistarsannanir auk eigin athugana.
Allar ábendingar og ásakanir vel þegnar
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home