mánudagur, júní 20, 2005

Ferðaplan sumarsins tekur stöðugum breytingum.

Það nýjasta er að senda mig til Grænlands í júlí. Leifur forfallast af því Rússlandsferðinni hans seinkar og þá fæ ég að fara í gönguferð um Ammassalikeyju. Frábært!

Fór annars í fyrsta skipti með ferðafólk á Hvannadalshnúk á laugardaginn. Fínasta ferð, miklu betra veður en nokkur bjóst við og mjög þægilegt fólk. Engir kveinstafir, ekki einu sinni þegar ein konan sökk upp að höndum og hékk á línunni yfir 20m djúpu svartholi... Enda engin þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín.
Ég var nú samt soldið þreytt þó ég reyndi að bera höfuðið hátt - leiðsögumaðurinn á að vera í svo góðu formi og á ekki að blása úr nös... hah!
Ekkert í afleitu formi, en var samt ekki alveg búin að gera mér grein fyrir öllu dótinu sem leiðsögumaðurinn þarf að bera með sér. Þegar ég kom á fætur kl 4 um morguninn týndi James fyrsti guide fram dót fyrir hvorn leiðsögumann um sig: lína, snjóakkeri, ísskrúfur, skófla, sprungubjörgunarbúnaður, skyndihjálparpakki, talstöð + persónulegur búnaður.
Bakpokinn varð ískyggilega þungur miðað við að ég átti eftir að bera hann upp á jafngildi fjögurra Ingólfsfjalla, rétt um þriggja Esja.
En... ég hafði það af.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home